top of page
Andlitslyfting með Skinmed.
Þegar það kemur að andlitsmeðferðum/lyftingu án inngrips þá er Skinmed öflugasta lausn sem möguleiki er á, Skinmed sameinar RF húðþéttingu, Ultherapy (Hifu) og míkrónála RF meðferð (Fractional radio frequency) í eina öfluga vél.
Þessar meðferðir þekkjast ekki á íslandi en hafa frá árinu 2008 verið framkvæmdar með frábærum árangri í EU og USA og vinsældir eru enn að aukast með aukinni vitundarvakningu og þróun tækjanna.
Hifu/Ultherapy (High focused ultrasound)
Hifu vinnur á 3 mismunandi dýptum í húð.
1.5mm- Efsta lag húðar (Epidermis) vinnur á hrukkum og línum.
3.0mm- Leðurhúð (Dermis) strekking/lyfting.
4.5mm- Bandvefur milli vöðva og fituvefs (SMAS) sami vefur og unnið er með þegar andlitslyfting með skurðaðgerð er framkvæmd.
Hifu er eina meðferðin á heimsvísu sem nær þetta djúpt inn í húð án inngrips.
Hifu 5-30 punkta lína.
5-30 punkta hifu er notað á stærstu fletina, eins og kinnar, háls og enni. punktalínu er skotið á hverja dýpt fyrir sig. Punktarnir eru 58-70 gráðu heitir og vara aðeins í millisekúndu, þessir hitapunktar (thermal coagilation points) mynda herpingu í húðinni ásamt myndun kollagens og elastín þráða sem leiða til andlitslyftingar. Mörg hundruð TCP punktum er skotið á meðan meðferð stendur.

Anchor 1


Hifu einn punktur.
Hifu eins punkta er ný og byltingarkennd tækni sem var kynnt á markað með Skinmed vélunum, erfið svæði þar sem stærri hausinn (punktalína) hefur ekki komist að er nú hægt að ná með eins punkta hifu. Meðferðin er sú sama, sömu dýptum í húð er náð en hægt er að einblína á t.d. baugu, broslínur og á augabrúnir til þess að auka lyftingu gerða með punktalínu hifu á enni. Skinmed vélarnar eru þær einu á heimsvísu sem geta boðið upp á þennan möguleika.
Miklar broslínur er hægt að einblína auðveldlega á og árangur á þetta svæði mun betri en það sem áður þekktist
Í fullri andlitsmeðferð er notast við 1 og 5-30 punkta fyrir hámarks árangur
Hvernig virkar andlitslyfting án skurðaðgerðar?
Hifu eða Ultherapy eru áhrifaríkustu andlitsmeðferðir án skurðaðgerðar sem til eru. Meðferðin notast við ultrasound tækni til þess að mynda hitapunkta í mismunandi dýptum húðarinnar. Punktarnir eru 58-80 gráðu heitir eftir stillingum. Mesta dýpt nær 4.5mm inn í húðina eða í bandvef milli vöðva og fituvefs, sami vefur og er notast við í andlitslyftingu með skurðaðgerð (SMAS).
Eftir meðferð má búast við þrútnun í andliti í 24-48 tíma þó mjög lítilvægri og ætti ekki að hafa áhrif á daglegt líf. Líkaminn meðhöndlar hitapunktana eins og hann meðhöndlar meiðsli, náttúrulegt bataferli fer í gang í húðinni sem leiðir til nýrrar kollagen myndunar.
Ferlið fer fram í þremur stigum yfir nokkurra vikna tímabil.

Bólga/bataferli
Frumufjölgun
Nýjar kollagen trefjar
Bólga sem myndast eftir meðferð er minniháttar og varir í 24-48 tíma í flestum tilfellum. Frumufjölgun á sér stað þegar Fibroblast frumur byrja að framleiða nýtt kollagen sem er partur af bataferlinu, ásamt elastín, fibronectin og proteases sem í sameiningu mynda kollagen trefjar. Nýjar kollagen trefjar byrja að myndast á þriðju viku og endurnýjun að fullu á 3-6 mánuðum með mælanlegri aukningu kollagens í allt að 12 mánuði eftir meðferð.
Hifu er eina meðferðin sem getur hitað vefi innan húðar í 58-70 gráður og myndað þannig náttúruleg viðbrögð sem leiða til þykkari og stinnari húð.
Fyrsta stig lyftingarinnar kemur fram mjög fjótt og er vegna samdrátta kollagens í húð að völdum hitapunkta.
Annað stig lyftingarinnar er þegar náttúrulegt bataferli fer í gang og ræðst gegn "meiðslunum" sem mynduðust að völdum hita og nýtt kollagen byrjar að myndast.
Þriðja stig lyftingarinnar eru nýjar kollagen trefjar, þykkari húð og aldursmerkin minnka jafn óðum, aukning kollagens er mælanleg 12 mánuðum eftir meðferð.
Myndböndin hér að neðan skýra ferlið persónulega og vel, fyrir og eftir árangur er sýndur.
Aukaverkanir Hifu.
Aukaverkanir eru afar litlar og vara í allt að 48 klukkustundir og eru minniháttar. Þrútnun, roði, aum húð viðkomu og hiti í húð eru algengar aukaverkanir.
Sjaldgæfar aukaverkanir eru yfirborðs bruni, mar og doði á litlum flötum húðarinnar.
Það er ekkert bataferli og hægt að sinna daglegum erindum strax eftir meðferð þó með smávægilegan roða í húð. Bruni í húð er mjög sjaldgæf aukaverkun en getur þó skeð ef hreyfing hefur átt sér stað meðan meðferð er framkvæmd, brunasárin leysast án öramyndunar innan fárra vikna.
Er meðferðin sársaukafull?
Það er afar persónubundið hver sársaukaþröskuldur hvers og eins er, meðferðin getur verið óþægileg á köflum en er að mestu leiti án mikilla óþæginda. Við notumst við nýjasta prógram meðferðarinnar sem er hannað til þess að lágmarka óþægindi. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem meðferðin er rædd með óþægindi í huga.
Hvenær sé ég mun?
Það er mjög mikilvægt að hafa raunhæfar væntingar og kynna sér meðferðina vel, þetta er ein af allra vinsælustu andlitsmeðferðum á heimvísu og því nóg af upplýsingum á erlendum síðum.
Þó meðferðin heiti andlitslyfting (Non invaisive facelift) er þetta ekki jafn dramatísk breyting og með skurðaðgerð. Meðferðinni er best lýst sem andlits upplyftingu, það að ekkert bataferli sé fólgið í meðferðinni er það sem gerir hana að góðum valkost.
Það er miðað við að sjáanlegur árangur á húð fer að myndast um 3-4 vikum eftir meðferð og er í 3-6 mánuði að ná hámarks árangri.
Virkar meðferðin á augnlok?
Meðferðin virkar mjög vel á lyftingu augabrúna, í meðferðinni er unnið með svæðið fyrir ofan augabrún og myndar þar af leiðandi lyftingu á enni/augabrún. Lyfting á augabrúnum með ultherapy er mest selda meðferðin í USA síðustu ár.
Virkar þetta eins og lyfting með skurðaðgerð?
Meðferðin virkar á sama vef og er unnið með í skurðaðgerð en skilar ekki sömu dramatísku breytingunni. Hifu (Ultherapy) er góður auka möguleiki, sérstaklega fyrir þá sem eru ekki tilbúnir í skurðaðgerð, vilja fínlegri breytingar á húð eða fyrir þá sem vilja lengja áhrif skurðaðgerðar sem búið er að framkvæma.
Þarf ég margar meðferðir?
Meðferðina þarf aðeins að framkvæma einu sinni, erlendis þekkist það að viðhalda árangri með árs millibili en það er einnig hægt að lengja áhrif með því að nota RF húðþéttingu, en engin sérstök þörf á því. Meðferðin stöðvar auðvitað ekki öldrun og viðhaldsmeðferð eftir 1-2 ár getur hentað í einhverjum tilfellum.
Hvað kostar meðferðin?
Hifu (Ultherapy) er dýr meðferð alls staðar í heiminum vegna þess að búnaðurinn notast við hylki sem þarf að skipta reglulega um og er það stærsti kostnaðarliðurinn við meðferðina. Við reynum að halda verðum eins neðarlega og hægt er. Við erum á svipuðu verðbili og önnur lönd í Evrópu sem er töluvert ódýrara en í Bandaríkjunum. Verð fer eftir svæðum en full andlitslyfting er í kringum 200.000 kr. Einfaldast er að hafa samband við okkur og fá verðtilboð í meðferðina sem hentar hverju sinni.
Er meðferðin örugg?
Meðferðin hefur verið framkvæmd rúmlega 500.000 sinnum á heimsvísu og er FDA samþykkt, Ultrasound tæknin hefur verið notuð í læknisfræði í meira en 50 ár. Meðferðin telst því fullkomlega örugg.
Hver er góður kandídat í meðferðina?
Góður kandídat er byrjaður að finna fyrir slakri húð, er með milda línumyndun og húðin búin að missa stinnleika. Dæmi má nefna síkkun augabrúna, laus húð á hálsi og undirhaka. Besta leiðin er auðvitað að hafa samband og fá viðtal.
Það er ekkert aldurstakmark sem slíkt en algengt aldursbil er 25-60 ára, hvert tilfelli er þó metið fyrir sig.
RF húðþétting (radiolift).
Skinmed RF er þriðja kynslóð af RF andlitstækni (Focused Fractional RF) og notast er við marga póla til þess að koma jöfnum hita undir efstu þekju húðar og í allt að 5mm dýpt. Með RF er verið að vinna með hita sem er stöðugur alla meðferðina. Hitinn veldur þéttingu bandvefja/kollagens ásamt því að örva Fibroblast frumur til þess að framleiða kollagen/elastín. Húðin stinnist, verður mýkri og yngri í útliti. Það er hægt að ná inn að fituvef með RF sem gefur möguleikann á að minnka fitu á ákveðnum stöðum í andliti með endurteknum meðferðum.
Áhrif af RF sjást mjög fljótt, oft strax eftir meðferð. RF vinnur með mun minni hita en Hifu og þarf því endurteknar meðferðir en árangur sést strax. RF er einnig hentug meðferð fyrir þá sem áður hafa farið í andlitslyftingu með skurðaðgerð til þess að örva myndun kollagens.
Húðþéttingin er góð lausn þegar aldursmerkin eru á byrjunarstigi og ekki kominn tími til þess að fara í Hifu og einnig til þess að framlengja endingu Hifu meðferða verulega.
Bataferlið er ekkert, en smávægilegur roði í húð í 4-6 tíma á eftir er eðlilegt.
RF derma. (væntanlegt í sept)
Thermage. (væntanlegt í sept)
bottom of page