top of page
Anchor 1
Fitufrysting.
Frysting fitu er leið fyrir þá sem vilja ekki fara í skurðaðgerð til að losna við erfiðustu svæðin. Fitufrysting er ekki megrunarúrræði heldur leið til þess að losna við fitu sem fer ekki þrátt fyrir æfingar eða mataræði. Ferlið er einfalt og sársaukalaust, búnaðurinn er þannig hannaður að eingöngu fitan verður fyrir áhrifum.
Þessi leið er jafnt fyrir karla og konur og hjá RvkSkin erum við með starfsmann sem sérhæfir sig í fitufrystingu karla.
Árangurinn er hátt í 40% minnkun á fitu sé höggbylgjum beitt á svæðið og þýðir það að fyrir flesta er eitt skipti nóg á þann stað sem þú vilt minnka en fer auðvitað eftir magni fitu, lífsstíl og markmiði hvers og eins.
Fitufrysting er búin að vera til síðan árið 2012 og síðan þá ein mest selda fegrunarmeðferð í Bandaríkjunum undir nafninu Coolsculpting/3D-Lipo og má finna umfjallanir víðsvegar á netinu sem allar eiga það sameiginlegt að um sé að ræða tækni sem er komin til að vera.
RvkSkin notar heimsþekktan búnað sem hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar innan Bretlands og einn sá mest notaðasti á heimsvísu. Um er að ræða einn öruggasta og áhrifaríkasta búnað sem fæst, meðferðin er FDA samþykkt sem tryggir að öryggis stöðlum er fylgt. Kúnnum býðst að ljúka meðferðum með öflugum kældum hljóðbylgjum sem brjóta upp frumurnar sem eru frosnar og gera frystinguna helmingi áhrifaríkari og öruggari, sjá Höggbylgjur
Aukaverkanir og áhættur við fitufrystingu.
Aukaverkanir eru mis algengar og persónubundnar. Algengustu aukaverkanir standa í 1-3 vikur og eru vel þolanlegar og hindra ekki vinnu né æfingar.
Algengar: Bólgur, roði ,hiti í svæði, doði, mar og aukið þvaglát
Bólgur eru allra jafna afar smávægilegar og eru hluti af ferlinu, húðin verður snertiaum og stundum marin.
Sjaldgæfar:
-
yfirborðs Frostbit/bruni >0.01%,
Yfirborðs bruni sem leysir sig án vandkvæða á 1-2 vikum með meðhöndlun.
-
Svimi, ógleði , hitatilfinning beint eftir meðferð.
Jafnar sig á 30 mínútum án vandræða.
-
Litabreytingar/Hyperpigment (P.I.H)
Afar sjaldgæft og yfirleitt bundið við dekkri húð, húðlitur jafnar sig á 2-6 mánuðum.
Fitufrysting hefur engar langtíma aukaverkanir, Frostbit eru afar sjaldgæf og eru bundin við mjög viðkvæma húð eða undirlyggjandi sjúkdóma, Meðferðin kælir í allt að -15 sem er vel þolanlegt með réttum varnarbúnaði.
A.T.H Tilfelli hefur komið upp þar sem kælipoki var notaður eftir fitufrystingu til þess að lina hita og bólgur í húð, ekki undir neinum kringumstæðum má kæla húð eftir fitufrystingu, séu bólgur óþægilegar nægir bólgueyðandi í smáum skömmtum, kælipoki getur náð -20 gráðum og á óvarna húð sem er dofin eftir meðferð getur kælipoki valdið miklum varanlegum skaða.
Þrír þættir fitufrystingu hjá RvkSkin.
Aðal þættir fitufrystingu hjá RvkSkin er samsetning tveggja meðferða, höggbylgjur og fitufrysting, tækni sem hvor fyrir sig er mjög áhrifarík í fitueyðingu, að binda þessar tvær meðferðir saman gerir fitufrystinguna mun áhrifaríkari á allan hátt.
Þriðji þátturinn snýr að öryggi, vélarnar okkar eru búnar svokölluðu Electroporation, Þessi þáttur hefur áhrif á frumurnar sjálfar með því að veikja hjúp fitufruma og auðvelda kælingunni að ná að drepa þær. Electroporation hefur einnig þau áhrif að fitufrumurnar klumpast ekki saman þegar þær eru frystar og heldur blóðflæði gangandi alla meðferðina og því lítil hætta á aukaverkunum og miklum bólgum undir húð.
Þessi eiginleiki er eingöngu í vélum frá 3D Lipo og Coolsculpting sem gerir búnaðinn -öruggari, engum hita á yfirborð húðar er beitt í meðferðinni hvorki fyrir né eftir þar sem hann hefur engin áhrif á fitufrystingu, Electroportation er annaðhvort púlsað eða stöðugt alla meðferðina og veldur engum óþægindum.
Sjá allir árangur af fitufrystingu?
Í 90% tilfella sjá kúnnar okkar góðan árangur,( sjá spurt og svarað) í 10% tilfella er lítill árangur og má rekja það til þess að væntingar séu óraunhæfar miðað við lífsstíl, fitufrysting er ekki æskileg meðferð þegar mataræði er mjög slæmt og lífsstíll yfir höfuð óheilbrigður, of há kcal inntaka yfir daginn aftrar árangri verulega. Fitufrysting ætti að vera síðasta úrræði til þess að losna við t.d hliðar eða maga þegar lífsstíll er ekki að skila árangri á þau svæði.
Fitufrysting er ekki megrunarúrræði og kemur ekki í stað heilsusamlegs mataræðis/lífsstíls.
Fitufrysting getur hentað í byrjun átaks og þá ætlað til þess að hvetja viðkomandi áfram þar sem svæðin minnka mun hraðar og viðkomandi líklegri til þess að halda sig við efnið, þegar fitufrysting er notuð á þennan hátt er mun meiri áhætta á því að árangur eyðileggist taki átakið óholla stefnu, frystingin er varanleg að því leiti að þær frumur sem deyja (apoptosis) koma ekki aftur, en náist 40% rýrnun á svæði standa enn þá eftir 60% af heilbrigðum frumum sem geta enn stækkað.
Áhættur við fitufrystingu.
Fitufrysting er áhættulítil meðferð án inngrips (Non invaisive). Búnaðurinn sem Rvk Skin notar hlýtur að reglugerðum FDA í Bandaríkjunum er varða að öryggi.
Líkur á frostbiti (kalsári) eru afar litlar og telja aðeins örfá tilfelli á heimsvísu af milljónum framkvæmdra meðferða. Um er að ræða yfirborðs bruna sem velda ekki varanlegum skaða á heilbrigðari húð.
Bólgur, mar og eymsli í húð eru algengar aukaverkanir og standa yfir í nokkra daga eftir meðferð.
Ekki undir neinum kringumstæðum á að nota klaka eða kælipoka sem eftirmeðferð við bólgum þar sem húðin er dofin og óvarin, eftirmeðferð sem innifelur kælingu gæti valdið djúpstæðu kalsári.
Hvaða svæði er hægt að frysta?
Í raun er hægt að frysta alla staði þar sem fita hefur myndast. Búnaðurinn okkar ræður við minni svæði en vanalegt er, t.d. fita í kringum hné, undirhaka og aftan á hnakka.
Algengustu svæðin má sjá á skýringarmyndinni hérna fyrir neðan.
Efra magasvæði

Bak
Hliðar
Neðra bak
Innra læri
Undirhaka
Hendur
Efra magasvæði
Fita við nafla
Neðra magasvæði
Mitti
Rass / aftan á lærum

Undirhaka
Fita í Brjóstum
Fita við nafla
Neðra magasvæði
Mitti
Bak
Hliðar
Neðra bak
Hné
* Skýringarmynd sýnir algengustu svæðin, búnaður RvkSkin ræður við fleiri svæði en eru sýnd.
Hvernig virkar þetta?
Síðan árið 2012 hefur fitufrysting verið ein mest selda fitumeðferð í Bandaríkjunum og núna að ná sama árangri í Evrópu. Ástæðan er einföld, þetta virkar og eyðir fitu. Við erum flest með svæði sem við værum til í að losna við eða jafna út, t.d. magi og hliðar, fitan safnast hjá mörgum helst á þessum svæðum og vill ekki fara þrátt fyrir góðan lífstíl eða mataræði, fitan helst eins sama hvað.
Fitufrysting tekur þessi svæði og frystir þau niður fyrir þann punkt sem fitufrumur í líkamanum deyja við, eingöngu fitan verður fyrir áhrifum kuldans þar sem húðin er varin með himnu sem fer á milli tækis og húðar.
Eftir 60 mín í frystingu eru fitufrumur líkamans farnar að byrja ferli sitt í að deyja sem stendur yfir í 2 vikur að jafnaði. Við hjá Reykjavík Skin bjóðum upp á þann möguleika að ljúka meðferð með öflugum höggbylgjum á þau svæði sem hafa verið fryst sem gefur hátt í 40% minnkun á meðhöndluð svæði, höggbylgjur flýta fyrir losun fitunar og skila mun betri árangri en hefðbundið nudd á svæðið, höggbylgjur eru tækni sem allar betri fitufrystingastofur í heiminum tileinka sér í dag.
Það er ekkert bataferli, þú getur farið til vinnu eða sinnt þínum daglegu erindum strax eftir meðferð. Enginn sársauki fylgir meðferðinni og húðin jafnar sig alveg eftir nokkra tíma frá meðferð, Tæknin er orðin mjög fullkomin og kælir aldrei meira en þörf er á til þess að frysta eingöngu fitufrumur, húðin er ekki í hættu hjá heilbrigðum einstakling þar sem búnaðurinn kælir ekki nálægt þolmörkum húðar heldur einblýnir á fitufrumur eingöngu. Búnaðurinn er búinn öryggisbúnaði sem gerir það að verkum að kæling verður aldrei það mikil að hún valdi varanlegum skaða á heilbrigðari húð.

Þú kveður fituna
fyrir fullt og allt
með hjálp RvkSkin

A B
Fitufrumur.
Mannslíkaminn er með ákveðið magn af fitufrumum og þegar við grennumst þá minnkar ummál frumanna en magn þeirra breytist ekki, þegar við fitnum þá eykst ummálið, sjá skýringar mynd A.
Fitufrysting kælir frumurnar sjálfar þangað til þær deyja og líkaminn losar sig við þær náttúrulega, sjá skýringar mynd B. Þarna má sjá að magn frumanna minnkar verulega við frystingu, þær minnka ekki heldur yfirgefa líkamann fyrir fullt og allt, árangurinn er varanlegur
Höggbylgjur eftir fitufrystingu.
Höggbylgjur eða AWT (acoustic wave therapy) notum við í lok allra tíma í fitufrystingu til þess að ná sem allra besta árangri.
Höggbylgjur notaðar af Rvk Skin eru frá framleiðanda 3D Lipo og er um að ræða kældar höggbylgjur sem vinna á mun hærri styrk en hefðbundnar höggbylgjuvélar sem notaðar eru af sjúkraþjálfum og læknum, 3D Shockwave er hannað til þess að ná djúpt inn í fitulag, Kælingin gerir það að verkum að höggin eru hröð og öflug og skila árangri sem aðrar vélar ná ekki.
Rannsóknir sem voru gerðar sýna fram á að AWT með fitufrystingu nær mun betri árangri og stytti tímann mikið sem líkaminn tók að losa sig við fituna.
Ef höggbylgjur eru notaðar 1x í viku eftir frystingu í 6 vikur má sjá hátt í 50% meiri árangur og líkaminn nær að losa sig við fitufrumurnar á 4-6 vikum í stað 12 -18 vikum, en þeim tíma mætti búast við ef meðferð er aðeins lokið með hefðbundnu nuddi.
Höggbylgjumeðferð ein og sér hefur verið lýst sem einni af áhrifaríkustu meðferð á appelsínuhúð og slitum en sú meðferð getur einnig eytt fitu ein og sér. Þessar meðferðir samtvinnaðar gefa gríðarlega góðan og varanlegan árangur.
Höggbylgjumeðferðir við appelsínuhúð og slitum er meðferð sem er mikið notuð og ein af þeim vinsælustu í heiminum.
Anchor 2
Á skýringar mynd má sjá hvernig höggbylgjur hafa áhrif á appelsínuhúð, RvkSkin notar þessa tækni til að ljúka öllum meðferðum og bylgjunum er beitt á frystar fitufrumur. Allar betri stofur hafa tileinkað sér þessa aðferð.

Árangur sem fæst með höggbylgjum og fitufrystingu.
Rannsókn var gerð árið 2013 á 2 hópum á 8 vikna tímabili, takmark rannsóknarinnar var að sjá mun þess að nota höggbylgjur fram yfir nudd í lok meðferðar. Niðurstöðurnar voru þær að helmingi betri árangur náðist með því að nota höggbylgjur samhliða fitufrystingu og fitan var mun fljótari að yfirgefa líkamann. Niðurstöðurnar má sjá hér fyrir neðan.

Fitufrysting og höggbylgjur
Fitufrysting eingöngu
bottom of page