top of page
Anchor 1
Fitufrysting spurt og svarað.
Hvað kostar fitufrysting?
Verð fer eftir tíma og svæði sem er fryst. Einn tími nægir oftast fyrir góðan kandídat til að frysta t.d hliðar, hné, neðri eða efri maga, þetta er þó háð markmiðum hvers og eins
Svæði teljast alltaf báðu megin ef þannig á við, t.d hliðar teljast sem eitt svæði.
Verðskráin okkar er aðgengileg hér
Ég heyrði að þessi meðferð virkaði ekki, virkar þetta ekki á alla?
Góð spurning, Meðferðin sjálf virkar mjög vel og eru vinsældir hennar á heimsvísu ekki af ástæðulausu, kuldi drepur frumur, í rauninni má segja að mikil kæling geti drepið allar frumur líkamans, fitufrysting einblýnir þó bara á fitu.
Meðferðin hentar ekki fyrir alla, ástæðan er ekki meðferðin sjálf né virkni hennar heldur viðkomandi aðili og lífsstíll þess aðila sem fer í meðferðina, þar sem við erum að vinna í gegn um húð án skurðar þarf líkaminn að sjá um það að losa fitufrumurnar eftir meðferð, slæmur lífstíll mun aftra þessu ferli töluvert, ferlið er mjög gradualt og því erfiðara fyrir þann sem er með þykkt fitulag og slæman lífsstíl að sjá breytingu heldur en þann sem er með minna fitulag. Minna fitulag/heilbrigður lífsstíll = dramatískari breyting.
Meðferðin er ekki megrunarúrræði til þess að losna við kílóin.
Sían hjá okkur í dag er orðin þrengri og eru þessvegna viðtalstímar án endurgjalds, teljum við meðferðina ekki líklega til þess að sýna árangur er meðferðin ekki framkvæmd nema viðkomandi skilji möguleikana fyllilega/sé tilbúinn að breyta lífsstíl.
Þessi sama sía var sett í Usa fyrir rúmi ári og hefur ánægjuhlutfall þar hækkað í tæplega 90% síðan, 90% voru ánægðir með árangur.
Meðferðin virkar mjög vel og getur verið mjög dramatísk breyting fyrir góðan kandídat, t.d það að minnka eða ná undirhöku algjörlega burt án meiriháttar aðgerðar getur verið ómetanlegt.
Ef þú vilt að meðferðin virki þá er um að gera að hafa lífsstílinn í lagi, það er ekkert sem aftrar meðferðinni í að virka á heilsusamlegan einstakling, þegar fitan fer þá er það varanlegt, viðkomandi fitnar ekki eins á sama svæði aftur, svæðið yrði sléttara þrátt fyrir þyngdaraukningu, svipað og með fitusog.
það er ekki af ástæðulausu að fitufrysting er í dag inn á flestum betri lýtalæknastofum í Bandaríkjunum síðan 2012, og sumar hverjar sérhæfa sig eingöngu í inngripslausum lausnum.
Eru til rannsóknir sem sanna að meðferðin virki?
Svo sannarlega og eru þær aðgengilegar hér á vefsíðu okkar, einnig er hafsjór af upplýsingum, reynslusögum og myndböndum á vefnum sem er hægt að finna með google leit.
Hver er munurinn á fitufrystingu hjá ykkur og öðrum?
Munurinn liggur fyrst og fremst í búnaði, Við notumst aðeins við besta búnað hverju sinni og frá þekktum framleiðendum. Fyrir fitufrystingu erum við með 4 vélar, stærðir haldfanga eru í stærðum frá 65mm til 255mm og getum við því meðhöndlað lítil svæði (undirhaka) og mjög stór svæði.
Reynsla okkar og þekking er eitthvað sem við leggjum mikið uppúr og teljum mikilvægt að geta svarað öllum spurningum fyllilega.
Við gerum kúnnum fyllilega grein fyrir meðferðinni og líkum til árangurs miðað við kúnnann, henti meðferðin ekki er hún ekki framkvæmd, meðferð sem er framkvæmd á kúnna þar sem líkur eru á litlum árangri eða meðferðin hentar ekki kemur slæmu orði á meðferðina í heild sinni.
Ef ég er með þykkara fitulag en þið mælið með fyrir 35 mín meðferðina, virkar hún samt?
Við mælum með 60 mín meðferð þegar fitulagið er þykkara en 35mm, kælingin í 35 mín meðferðini er miðuð við fitulag og kælir á annan hátt en í 60 mín meðferðinni. Meðferðin myndi virka en skila minni árangri en 60 mínútna meðferðin. Vélarnar sem við notum eru 2017 vélar og eru sérhannaðar með þessa möguleika í boði, 35 mínútna meðferð á þykkara fitulag skilar sama árangri og 60 mínútur í eldri vélum. Coolsculpting í Usa byrjuðu einnig á að bjóða upp á þennan möguleika í lok 2016 með sérhönnuðum búnað.
Hversu lengi þarf að bíða eftir árangri?
Í flestum tilfellum er tíminn 8-12 vikur sem búast má við, en það getur verið einstaklingsbundið. Margir sjá mun á 6 vikum sem heldur svo áfram að aukast.
Ef notaðar eru höggbylgjur 1x viku eftir frystingu má búast við skemmri tíma, en engin nauðsyn er á aukalegum höggbylgjum nema sérstaklega sé óskað eftir þeim.
Get ég tekið styttri meðferðirnar oftar og hvað má líða langt á milli?
Þetta þyrfti að meta í persónu. Tvær meðferðir á svæði skila auðvitað betri árangri en ein, hvort sé raunveruleg þörf á endurteknum meðferðum myndum við skoða í viðtali með markmið viðkomandi að sjónarmiði.
Ég hef aldrei heyrt um fitufrystingu áður, er þetta nýtt?
Fitufrysting er nýleg meðferð eða frá árinu 2012, hægt er að googla meðferðina undir 3D-Lipo eða Coolsculpting, mikið af upplýsingum og fyrir/eftir myndum er hægt að finna á netinu. Við hjá Reykjavík Skin notum búnað frá framleiðanda 3D-Lipo sem er einn stærsti framleiðandi heims og því engin óvissa um virkni meðferðar.
Ég er karlmaður og er með fitu neðst á bakinu/hliðum, er hægt að frysta það af?
Já fitufrysting er jafn mikið fyrir karlmenn og konur og neðri hluti baks er mjög algengur staður þar sem erfitt er að losna við þessa fitu þrátt fyrir t.d rækt eða mataræði.
Hjá RvkSkin er starfsmaður sem er með góða reynslu og sérhæfir sig í fitufrystingu karlmanna.
Þarf ég að koma oft í frystingu til að sjá árangur? Hversu langan tíma tekur frystingin?
Hver tími/svæði er 90 mín og fyrir lang flesta er eitt skipti fyrir hvert svæði nóg. Stærri svæði eins og t.d magi gæti tekið 2 tíma (2x90mín). Eitt skipti sýnir árangur, markmið þitt hinsvegar segir til um hvort þú viljir frekari meðferðir.
Ég er með fitu í kringum hnén sem ég vill losna við, virkar að frysta fituna?
Já þetta er mjög algengur staður. Það er hægt að frysta fituna fyrir ofan hnéskel á báðum fótum í einum tíma. Ef þú vilt frysta í kringum hnéð sjálft ekki bara fyrir ofan þá tekur það 2-3 tíma og þá er tekið innanvert hné líka og utanvert ef þörf er á, búnaðurinn okkar ræður við þessi smærri svæði.
Er eitt skipti nóg?
Í flestum tilfellum er eitt skipti nóg fyrir kandídat í fitufrystingu þar sem meðferðin einblínir á svæði sem minnka ekki þrátt fyrir lífstíl/æfingar. Markmið hvers og eins spilar þó mikið inn í hversu mikið af fitu viðkomandi vill losna við, fyrir suma geta 2 skipti hentað til þess að ná ákveðnu markmiði en við mælum ekki með að taka ákvörðun um fleiri skipti á hvert svæði fyrr en 3 mánuðum eftir meðferð og fullur árangur kominn í ljós.
Er sársauki sem fylgir meðferðinni?
Þetta er sársaukalaus meðferð, í 24-48 tíma eftir á getur þú fundið lágmarks óþægindi í húðinni. Marblettir eru mjög sjaldgæfir, roði er eðlilegur.
Í meðferðinni sjálfri finnur þú fyrir kulda í byrjun sem dofnar svo út.
Sumum finnst höggbylgjur óþæginlegar á meðan þeim stendur, þeim fylgir hávaði og titringur.
Virkar fitufrysting á karlmannsbrjóst? "manboobs"
Þegar um er að ræða bara fitu þá virkar frysting mjög vel t.d fyrir þá sem hafa náð góðum árangri í að grenna sig en fitan í brjóstum vill síður fara þrátt fyrir góðan árangur. Einnig fyrir þá sem eru meðvitaðir um brjóstin og vilja minnka þau fyrir betra útlit. Ef um stækkun kirtils er að ræða þá virkar fitufrysting ekki á kirtilinn/brjóstvef (Gynocomastia) og þörf er á aðgerð til þess að taka af kirtli, meðferðin minkar þó fitumagn í Gynocomastia tilfellum og bætir ásjónu, skurðagerð er samt sem áður ráðlögð.
Hver er munurinn á þessu og fitusogi?
Fitusog er skurðagerð en fitufrysting er það ekki. Fitufrysting er sársaukalaus og þú getur sinnt þínum daglegu erindum samdægurs. Báðar aðferðir minnka fitu en að öðru leyti eru þær ekki sambærilegar.
Mig langar að panta tíma, hvað geri ég?
Þú hefur samband við okkur og segir hvaða svæði þú vilt minnka, ef um mörg svæði er að ræða þá færðu tilboð frá okkur í öll svæðin og tíma.
Fyrir tímann mælum við með að þú mætir í þæginlegum fötum (víðum) og borðir ekki máltíð í 4 tíma fyrir tímann.
Hvað þarf ég að gera til að ná sem bestum árangri?
Það sem mestu skiptir er að auka vatnsdrykkju til þess að flýta fyrir nátturulegri losun fitufruma. Ef þú ert búin/nn að vera í sama formi en með þessa erfiðu fitu sem þú vilt losna við þá er engin þörf á lífstílsbreytingu, frystingin losar þig við fituna. Ef þú ert að frysta fitu til þess að fá forskot í lífstílsbreytingu, s.s. ert í átaki og vilt hraðari árangur þá mælum við með að halda áfram í því átaki og sinna því 100%, þær fitufrumur sem eftir verða geta alltaf stækkað (við fitnum) ef lífstíll fer í óhollari kantinn aftur.
Þarf ég höggbylgjur með fitufrystingu?
Nei það er ekki nauðsynlegt en það skilar betri árangri.
Rannsókn á mun þess að nota höggbylgjur og sleppa því var gerð árið 2013 af Zimmer Medizin og niðurstöður voru að fitufrysting með hefðbundnu nuddi í endann skilaði helmingi minni árangri en með höggbylgjum. Eftir þessa rannsókn hafa allar betri stofur tekið upp þessa tækni til þess að ljúka tíma fitufrystingu, við hjá RvkSkin erum engin undantekning.
Við bjóðum auðvitað upp á vikulegar höggbylgju meðferðir í kjölfar frystingu, þetta er alls engin nauðsyn en flýtir enn frekar fyrir árangri og hefur gífurlega góð áhrif á húð.
Þarf ég að koma í einhverja ráðgjöf til að fá tíma?
Í flestum tilfellum er ekki sérstök þörf á því en við bjóðum að sjálfsögðu upp á það.
Þegar þú setur þig í samband við okkur varðandi bókun á tíma þá verður farið yfir allt ferlið.
Ef þú vilt frysta marga staði þá gefum við þér tíma í ráðgjöf hjá okkur. Ef þú býrð úti á landi þá getum við gefið ráðgjöf og verðtilboð í gegnum netið, upplýsingar um netráðgjöf færðu með að senda okkur póst.
Er hægt að frysta af mér fitu sem er utan á lærum/mjöðmum?
Við getum fryst þessa staði en í sumum tilfellum gæti þurft 2 skipti til þess að ná öllu svæðinu fullkomlega, við gefum tilboð ef um er að ræða 2 tíma sem þarf til að ná sem bestum árangri.
Er í lagi að fara í fitufrystingu eftir meðgöngu?
Fitufrysting er mjög vinsæl eftir meðgöngu og þar sem við beitum höggbylgjum þá hjálpar það gríðarlega við að endurnýja og strekkja húð ásamt því að eyða fitu.
Ég er með slit á maga, versna þau ef ég fer í fitufrystingu?
Fitufrysting hefur engin áhrif á slitin sjálf bara fituna. Höggbylgjur hafa hinsvegar mjög góð áhrif á bæði slit og appelsínuhúð. Erlendis eru höggbylgjur notaðar sem sér meðferð við slitum og appelsínuhúð og hafa náð miklum vinsældum.
Umfjöllun í vinsælum spjallþætti frá Bandaríkjunum má sjá hér.
Ég las um fitufrystingu í erlendum og innlendum fréttum, er þetta hættulegt? getur komið brunasár/kalsár?
Fitufrysting byrjaði fyrst 2012 undir nafninu Coolsculpting og er hættulaus með tilliti til brunasára, tækið sjálft nemur kuldann sem þarf til þess að frysta fitu eingöngu, húðin er fullkomlega varin með himnu/frostvörn. Þau tilfelli sem upp hafa komið erlendis eru tilkomin vegna búnaðar sem er ekki frá þekktum framleiðanda og ekki með nein öryggiskerfi. Af tæplega 1.5-2 milljón meðferða sem framkvæmdar hafa verið með 3D- Lipo búnað hefur ekki komið upp tilfelli þar sem húð hefur skaðast varanlega af völdum tækjanna.
Minniháttar frostbit geta átt sér stað hjá viðkvæmum og leysast á nokkrum dögum/vikum án mikilla óþæginda, þetta er afar sjaldgæft(1:1000), einkenni eru roði í húð, doði, bólgur og hiti á svæði, möguleg blöðrumyndun.
Eftirmeðferð við frostbiti sem innifelur kælingu(kælipoka) við bólgum getur valdið skæðu brunasári. Kælingu ætti aldrei að nota á frostbit.
sjúkdómurinn Cryoglobulinemia er algjör undantekning og bæri viðkomandi að forðast allar kælimeðferðir, raynauds syndrome sömuleiðis en þó eru gerðar undatekningar með maga gefi skoðun til kynna að engin skaði sé líklegur.
Áhættan við fitufrystingu hjá okkur er sáralítil, við notumst við þekktan búnað og erum með vant starfsfólk með yfir þúsund meðferða reynslu. Einn af okkar starfsmönnum er með starfsreynslu og sérþekkingu á öllum sviðum fitufrystingu frá árinu 2013 og hefur komið að hönnun slíkra tækja.
Viltu koma þinni spurningu á framfæri? Endilega hafðu samband
bottom of page