top of page

Viltu losna við flúrið?

Fjarlægir alla liti, hraðari & betri árangur en laser,  3-5 tímar fjarlægja flúrið,  minni heildarkostnaður
Í fyrsta sinn á Íslandi, tattoo eyðing án laser.
Hvernig virkar tattooeyðing án laser?
De-tattoing eða öfug flúrun er tattooeyðing sem hefur verið framkvæmd í tugi ára. Síðustu 9 ár hefur tæknin þróast töluvert og aðferðin orðin fullkomnari fyrir vikið. Aðferðin er einföld, vökvi sem brýtur upp blekið er flúraður á sama hátt í húðina og þegar húðflúrið var gert, þegar húðin grær aftur myndast blek hrúður sem dettur svo af (sjá á mynd). Húðin jafnar sig á 8-12 vikum með aðstoð sílíkons í gelformi sem er borið á tvisvar sinnum á dag . Einfalt, fljótlegt og eyðir öllum litum.
Sjá verðskrá
A.T.H. við fjarlægjum ekki varanlega förðun.
Strax eftir meðferð
12 vikum eftir eina meðferð
Hrúður myndun
Hringir eru myndaðir með 3mm "brú" á milli til þess að húðin grói fullkomlega milli tíma. Næsta meðferð færi í blekið á milli.
Er þessi aðferð betri en laser?
Ef við berum saman meðferðirnar þá stendur laser hæst í sársauka og tímafjölda, laser eins og býðst á Íslandi í dag getur tekið 15-25 skipti til þess að fjarlæga húðflúr, bæði er það tímafrekt og afar kostnaðarsamt þegar skiptin eru þetta mörg. 
Laserinn veldur örum eins og allar aðferðir sem fjarlægja húðflúr, þegar viðkomandi vill fjarlægja flúr þá mun það skilja eftir sig ör, öramyndun sem er ásættanleg fari húðflúrið alveg. 
Aðal gallinn við laser er að eftir 10-15 tíma getur húðflúrið verið vel sjáanlegt ennþá, mikil öramyndun og laserinn farinn að skila litlum árangri, útkoman verður bland af ör og húðflúri. 
Það að vera með dauft húðflúr ásamt öri er í flestum tilfellum verra en að vera með flúrið.
Tattoo eyðing hjá Rvk Skin eyðir blekinu, húðflúrið er dregið upp úr húðinni og fer partur af því við hvert skipti, náttúruleg lausn er notuð. Eins og myndir sýna er þetta afar áhrifarík meðferð og flestum húðflúrum alveg eytt á 3-5 skiptum, öramyndun er mjög væg, húðin jafnar sig vel með nægum tíma. Meðferðin líkist því að fá sér húðflúr, svipaðar nálar notaðar og því sársaukinn sambærilegur húðflúrun, afar vægt samanborið við laser.
Er þetta nýtt og hvað heitir meðferðin?
Ísland er oft mörgum árum eftir á, sérstaklega þegar kemur að húðmeðferðum. Meðferðin er búin að vera framkvæmd í Bandaríkjunum og Evrópu síðan árið 2008. Þekktustu meðferðirnar heita Tatt2away, Skinial og Magic Pen.
Við bjóðum upp á Magic Pen tattoo eyðingu, Magic Pen er eina vélin sem er með Medical  merkingu og sú besta sem völ er á.
 
Hvaða liti er hægt að fjarlægja?
Ólíkt laserum getum við fjarlægt alla liti, meðferðin hefur nákvæmlega sömu áhrif á alla liti. Meðferðin virkar á allar húðtýpur og er hraðvirk, áhrifarík og örugg leið til þess að fjarlægja húðflúr og er sambærileg í sársauka og að fá sér húðflúr.
 
Er þetta öruggt, fæ ég ör?
Mörg húðflúr eru nú þegar orðin ör og er staðreyndin sú að fjarlægja húðflúr mun alltaf skilja eftir sig ör/litabreytingu sem hægt væri að sjá ef skoðað er í stuttri fjarlægð. Magic pen meðferðin er einföld og örugg miðað við aðrar aðferðir sem notaðar eru til þess að fjarlægja húðflúr, blekið fer úr líkamanum á betri og heilbrigðari hátt en með laser. Magic pen, Tatt2away og Skinial meðferðirnar mynda minnstu líkur á vel sjáanlegu öri af þeim meðferðum sem eru í boði, í samanburði við laser þá er tattoo eyðing með Magic pen töluvert skárri með öramyndun að gera en þegar laser meðferðir fara að nálgast 10-20 skipti.
Þegar einstaklingur tekur ákvörðun um að eyða húðflúri sem í sumum tilfellum er nú þegar orðið ör þá eru væntingar um fullkomna húð ekki raunhæfar.
Magic pen veldur þó minnstu öramyndun af þeim tattoeyðingum sem eru í boði í dag.
Raunhæfar væntingar eru að húðin sé gallalaus og engin merki um að húðflúr hafi verið af 60 cm færi, þetta á við um flestar aðferðir sem eyða húðflúrum, ör eftir lasermeðferðir geta þó verið sýnilegri.
Magic Pen er eina vélin með læknisfræðilega merkingu og notuð af læknum, hjúkrunarfræðingum, snyrtifræðingum og húðflúrurum um allan heim.
Hvað þarf ég margar meðferðir?
Almennt þarf 3-5 skipti til þess að fjarlægja húðflúr fullkomlega, tíminn á milli meðferða er 6-12 vikur eða fer eftir gróanda húðar. Tími á milli meðferða ræðst af því hversu vel húðin grær, aldri einstaklings, húðtýpu, aldur húðflúrs, dýpt húðflúrs og hvort hafi verið reynt að eyða húðflúrinu með laser áður. 
Mjög litlum húðflúrum væri hægt að eyða á 1-2 meðferðum.
Gróanda ferlið sést hér á mynd, húðflúrið fer fullkomlega úr húðinni.
6-8 mánuðir er raunhæf áætlun til þess að fjarlægja flúrið alveg en minni flúr geta þó tekið mun styttri tíma. Þegar allt blekið er farið úr húðinni má búast við að húðin grói fullkomlega og engin merki séu sjáanleg að það hafi verið húðflúr á 3-6 mánuðum eftir síðasta tíma. Miðað við að sílíkon krem sé notað daglega, sílíkon kremið fylgir með meðferðinni. 
 
Er hægt að eyða húðflúruðu nafni af mér fljótt?
Við getum eytt nafni sem hefur verið húðflúrað á líkama á skemmri tíma en með laser og nafnið hverfur fullkomlega, stærð húðflúrsins segir til um tímafjölda. Nafnið verður þó ill lesanlegt eftir fyrsta skipti. Magic pen er tímanlega styðsta meðferð sem völ er á til þess að losna við húðflúr.
Nöfn geta þurft 2-5 skipti eftir stærð eða 3-6 mánuði.
Laser getur tekið 10-20 skipti
eða 1-3 ár c.a.
 
Hver er aðal munurinn á þessari tattoo eyðingu og laser?
Laser þarf í flestum tilfellum mjög mörg skipti og þrátt fyrir það gæti árangur ekki náðst fullkomlega. Magic pen eyðir blekinu við hvert skipti. Hér fyrir neðan má sjá tattoo sem eru sambærileg í stærð, vinstra megin má sjá tattoo eftir 20 tíma í laser á gamalt litríkt húðflúr, myndin sem er hægra megin er tekin 6 vikum eftir eitt skipti af Magic pen aðferðinni, roðinn í húðinni er 8-12 vikur að jafna sig.
Laser er töluverð óvissa með árangur í huga, á suma liti virkar hann þokkalega en aðra virkar hann lítið sem ekkert á. Til þess að fjarlægja húðflúr fullkomlega með laser þarf talsvert marga tíma og talsvert álag á húðina yfir langan tíma eða 1-3 ár, sem er stundum ekki nóg til þess að eyða flúrinu fullkomlega.
Magic Pen er litblind meðferð þ.e. eyðir öllum litum og eyðir part af flúrinu við hvert skipti, blekið er dregið upp úr húðinni. 3-5 skipti er nóg til þess að eyða húðflúrinu og tekur 6-8 mánuði, þegar flúrið er farið grær húðin og verður eins gallalaus og hægt er á 3-6 mánuðum.
Eftirmeðferðin eftir Magic pen er meiri, sílíkon krem er borið á flúrið daglega til þess að flýta fyrir gróanda og stuðla að öralausri húð, meðferðinni er skipt upp svona:
1. Flúri eytt, græðandi krem er borið á svæðið í 5-8 daga (sömu krem og eru notuð eftir húðflúrun)
2. Þegar hrúður dettur af er borið sílikon krem til þess að flýta fyrir að svæðið grói og lágmarka líkur á einhverskonar öri. Kremið er borið daglega þangað til húðin verður gallalaus, kremið fylgir með.
 
20 tímar af laser
1 tími Magic pen 
Er þetta jafn sársaukafullt og laser?
Meðferðin er mun sársaukaminni en laser, sársaukinn er sambærilegur því að fá sér húðflúr. Punktar eru "flúraðir" í húðina til þess að draga upp blekið, hver punktur er um 12-20 sekúndur í framkvæmd. Deyfigel er óþarft með þessari meðferð. 
 
Hversu stórt svæði er meðhöndlað í einu?
Almennt er 10x10cm til 15x15cm það stærsta sem er meðhöndlað hverju sinni en svæðið er metið í viðtali. 5mm punktar með 3mm brú á milli eru gerðir í húðflúrið í hvert sinn. Með því að hafa brú á milli punkta jafnar húðin sig fyrr og líkur á öri mun minni. Næstu tímar á eftir fara í að fylla á milli punkta sem gerðir voru í fyrsta tíma. 
 
Hvað kostar að eyða húðflúri með Magic pen?
Kostnaður fyrir hvern tíma er oftast hærri en laser en til lengri tíma litið verður kostnaðurinn lægri við að fjarlægja húðflúrið. Partur af flúrinu eyðist við hvert skipti ólíkt laser og er því engin óvissa um skiptafjölda. Verðskrá má sjá hér fyrir neðan, tímafjöldi 3-5 eftir húðflúri. Viðtalstími er frír og gefum við verðmat í viðtali miðað við flúrið sjálft. 
Við bjóðum upp á að taka prufupunkt í flúrið ef viðkomandi er með ofnæmis sögu, viðkvæma húð eða vill einfaldlega prufa virkni. Við mælum með prufu áður en tugir punkta eru gerðir í einu.
Prufan (nálar og einnota búnaður) kostar 10.000kr.
A.T.H við getum ekki gefið nákvæmt verð án þess að sjá húðflúrið.
Punktar            Kr. per punkt            Verð á 1 meðferð              C.a Fersentimeter*                  
1-36                         1000kr.                                15.000-36.000kr.                     1500-2000kr.
37-72                        900kr.                                 33.900-64.800kr.                      1350-1800kr.
73-108                      800kr.                                 58.400-86.400kr.                      1200-1600kr.
109-138                     700kr.                                 76.300-96.600kr.                      1050-1400kr.
Anchor 1

Fersentimeter = 1,5-2 punktar. 

Fyrir stærri húðflúr gefum við tilboð. 

​Lágmarksgjald er 15.000kr. eða 1-19 punktar.

Sílikon gel með Magic Pen.
Sílikon gel er græðandi gel sem myndar afar þunna húð yfir sár eða ör. Gelið kemur í stað sílíkon plástra og er mjög einfalt í notkun, algeng notkun er t.d. á skurði eftir aðgerðir eða meiriháttar áverka í andliti og á líkama, árangur sílikon gels er engu líkur og getur lágmarkað ör og sár, gömul sem ný. 
Að nota sílikon gel með Magic pen gerir meðferðina eina þá einföldustu og áhrifaríkustu þegar kemur að tattoo eyðingu. 
Ferlið er einfalt, húðflúrið er "öfug" flúrað og sílíkon kremið borið á meðan húðin jafnar sig.  
Hvert fer blekið?
Ólíkt laser þá fer blekið út úr húðinni og því engin óvissa um hvort blekið sé skaðlegt líffærum eins og hefur verið haldið fram með laser meðferðir. 
Blekið einfaldlega dregst upp, myndar hrúður og dettur af.
á myndinni má sjá flúrið beint eftir meðferð (mynd 1) og svo þegar blekið er byrjað að detta af í formi hrúðurs (mynd 3).
1
2
3
Find us

Skráðu þig á póstlista

Ekki missa af tilboðum

Við erum staðsett í Álftamýri 1-5
Læknahúsið Lífsteinn

Allt efni inn á vefsíðu Reykjavík Skin er höfundarvarið, afritun er með öllu óheimil.

Reykjavík Skin er í eigu Liponix ltd.

© 2015 Reykjavik Skin

bottom of page