Hvað er CoolShape?
Coolshape er samsetning meðferða, samsetning sem er hönnuð til þess að ná hámarks árangri í hvert skipti. Coolshape meðferðin er allra öflugasta meðferð sem er í boði í inngripslausum fitueyðingum.
Hvernig virkar meðferðin?
-
Fitufrysting (50 mínútur)
-
Höggbylgjur (5 mínútur)
-
Ultrashape (10-20 mínútur)
Meðferðin tekur um 80 mínútur á svæði.
Bæði Ultrashape og fitufrysting geta sýnt ótrúlegan árangur ein og sér, þegar meðferðirnar eru sameinaðar ýtir þær verulega undir árangur af hvorri annarri.
Báðar meðferðirnar eiga það sameiginlegt að vera með hæstu einkunn í inngripslausri fitueyðingu. Sameining þessara meðferða er algjörlega nýtt fyrirkomulag þar sem markmiðið er að reyna komast sem allra næst árangri sem myndi nást með skurðaðgerð.
Meðferðin er töluvert "extreme" og veldur meiri óþægindum en hver og ein meðferð fyrir sig. Bataferlið er þó aðeins smávægilegt en hægt er að sinna vinnu og erindum sama dag.
Þrútin húð, mar og doði í 2-4 daga eftir meðferð eru helstu aukaverkanir.
Meðferðin hefst á fitufrystingu í 50 mínútur, kælingin getur valdið óþægindum fyrstu 10-20 mínúturnar en húðin deyfist við kælinguna og meðferðin verður með öllu sársaukalaus.
Eftir frystinguna er höggbylgjum beitt á svæðið til þess að fá blóðflæði og ná hita í svæðið. Höggbylgjurnar auka árangur frystingarinnar töluvert en um allt að 50% meiri árangur næst með því að beita höggbylgjum á laskaðar fitufrumur.
Í lok meðferðar notum við Ultrashape. Ultrashape ein og sér er með hæstu einkun allra meðferða innan samfélagsins "realself.com" eða 9.0 í einkunn.
Ultrashape myndar þrýsting innan fitufruma og sprengir þær. Ultrashape vinnur einnig mjög vel á frystu svæði þar sem fitufrumur eru laskaðar og auka árangurinn til muna. Ultrashape ein og sér er án allra óþæginda en með frystingu veldur hún óþægindum á meðan meðferðin stendur yfir.
Við hjá Rvk Skin erum með eina af fáum vélum á heimsvísu sem eru sérhæfðar fyrir þessa meðferð og munum vera þau einu á landinu sem bjóða upp á meðferðina. Vélarnar eru áætlaðar á almennan markað fyrri hluta árs 2017.
Fullur árangur eftir meðferð næst allra jafna við 12-16 vikna markið en árangur byrjar fyrr með samsetningu meðferða.
Allar inngripslausar meðferðir eru lífsstílstengdar, slæmur lífsstíll getur heft árangur.
Fullt verð meðferðarinnar er 69.900 kr hvert svæði
CoolShape í skrefum.
Fyrsta skref Coolshape er fitufrysting, meðferð sem notar kælingu í gegn um skinn til þess að frysta fitufrumur. Tími: 50 mínútur. Lestu nánar um fitufrystingu hér

Annað skref Coolshape eru höggbylgjur, meðferð sem notar höggbylgjur til þess að auka blóðflæði og valda löskuðum frumum meiri skaða og þar með auka áhrif frystingar um 50%. Tími: 5 mínútur. Lestu nánar um Höggbylgjur hér

Þriðja skref Coolshape og það mikilvægasta er Ultrashape, meðferðin notast við lágtíðni hljóðbylgjur sem mynda þrýsting innan fitufruma sem að enda veldur því að fruman springur, Ultrashape ein og sé er með hæstu einkunn allra fitumeðferða án inngrips eða 9.0 .Takmark Ultrashape er að mynda þrýsting á laskaðar/kristallaðar frumur og stækka meðhöndlað svæði töluvert, Tími: 10-30 mínútur.
